7.4.2009 | 02:21
Ekki með öllum mjalla!
Er ekki komin tími til að herða verulega viðurlög við svona glæfra akstri, s.s. gera ökutæki upptækt, svipta viðkomandi réttindum amk. til árs, beita háum sektum?
Í þessu tilfelli og öðrum sambærilegum, væri ekki úr vegi að íhuga hvort við erum ekki betur sett með viðkomandi á bak við lás og slá?
Við verðum etv. ekki svona heppin næst, þ.e. að lögreglunni takist að skakka leikinn áður en stórslys hlýst af!
Stefndi inn í íbúðahverfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Auðvitað er þessi drengur ekki í lagi !Það er augljóst mál að þetta var dópisti- Hærri sektir koma ekki til með að breita miklu- Dópistar munu alltaf öðru hvoru keyra bíl öðruhvoru útúr koxaðair, jafnvel þó svo að þær væru sektaðir um pening sem nægi upp í reikninga icesave málsins. Í Bandaríkjunum var reynt að fara þá leið að auka refsiramman og bar hún engan árangur.Fólk hélt áfram að keyra fullt eða útúrdópað einfaldlega því að flestir sem keyra í slíku ásig komulagi eru alkahólistar eða dópistar.
Eina sem dugar er meðferðarúrræði og jú mögulega tímabundin fangavist til þess að láta viðkomandi finna botnin.
Brynjar Jóhannsson, 7.4.2009 kl. 02:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.